Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Launaforsendur í Orra
Í mannauðskerfi ríkisins, Orra eru launaforsendur notaðar fyrir launaútreikning og skil til opinberra aðila eins og t.d. Skattsins, stéttarfélaga, lífeyrissjóða og séreignasjóða.
Í Orra eru staðgreiðsla, tryggingargjald og útborguð laun fastar forsendur fyrir öll störf. Launafulltrúar hafa tiltekið ábyrgðarsvið inni í Orra og er þessi gerð af forsendum ekki sýnileg þar.
Auk þess að skrá starfsheiti, kjarasamning og launaflokk er mikilvægt að skrá rétt ÍSTARF númer sem og menntunarflokk starfsmanns. Þegar starf er skráð á tiltekinn kjarasamning eru launaforsendur varðandi launatengd gjöld, félagsgjöld og greiðslur í sjóði skráð þar á bakvið og virkjast sjálfkrafa.
Rétt er að minna á að starfsfólk ber ábyrgð á að upplýsingar um menntun, starfsréttindi eða annað það sem getur haft áhrif til launa berist launagreiðanda.
Í Mannauðskerfi Orra er hægt að setja inn launaforsendur fyrir hvern og einn starfsmann. Mælt er með því að stofnanir nýti sér þennan möguleika. Settur er inn grunnlaunaflokkur skv. stofnanasamningi og síðan viðbótarlaunaflokkar og þrep. Auðvelt er síðan að taka út skýrslur fyrir allt starfsfólk, bera launaröðun við greidda launaflokka til afstemmingar og nýta við gerð nýrra stofnanasamninga.
Þegar launaröðun breytist er góð vinnuregla að starfsfólk staðfesti nýja launaröðun og forsendur hennar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.