Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Endurskoðun stofnanasamnings
Hvorum aðila um sig, stofnun eða fulltrúum stéttarfélags, er heimilt að óska eftir endurskoðun stofnanasamnings verði umtalsverðar breytingar á forsendum hans. Til dæmis breytingar í miðlægum kjarasamningi og breytingar á umfangi, hlutverki eða starfsemi stofnunar.
Í 11. kafla kjarasamninga segir að stofnanasamninga skuli að jafnaði endurskoða á tveggja ára fresti. Komist samstarfsnefnd að samkomulagi um breytingar á stofnanasamningi skal fella þær breytingar inn í gildandi stofnanasamning og staðfesta hann þannig breyttan.
Endurskoðun stofnanasamnings er óháð fjárveitingum, samninginn skal endurskoða m.a. með hliðsjón af stöðu stofnunar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.