Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Greiðsla til maka

Greitt er til maka látins starfsmanns í þrjá mánuði frá lokum andlátsmánaðar samkvæmt ákvæðum í 12. kafla kjarasamninga.  

Áður en greiðsla til maka er greidd þarf að liggja fyrir staðfesting frá sýslumanni um að starfsmaður hafi verið í hjúskap, staðfestri samvist, skráðri sambúð eða sambúð sem að öðru leyti má jafna til hjúskapar í merkingu 49. gr. almannatryggingalaga

Dæmi: Starfsmaður lést 5. janúar og eru laun hans greidd fyrir janúarmánuð. Þá á maki rétt á greiðslu fyrir febrúar, mars og apríl. Starfslok hins látna eru skráð á síðasta almanaksdegi í andlátsmánuði, í þessu dæmi 31. janúar.

Orlof og orlofs- og persónuuppbót á að greiða út við starfslok. 

Maki er stofnaður í launakerfinu og greitt er inn á reikning maka krónutölu, sem tekur mið að föstum launum hins látna, á launategundina Greiðsla til maka (727). Greitt er í Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda ef ekki berst ósk um greiðslu í annan lífeyrissjóð. Reikna þarf orlof á greiðslu maka og greiða mánaðarlega til viðbótar greiðslu til maka.

Maka er heimilt að nota persónuafslátt þess sem lést í 9 mánuði eftir andlát. 

Flest stéttarfélög veita útfararstyrki sem gott er að benda eftirlifandi maka á. 

Tengt efni: Starfslok vegna heilsubrests eða andláts og Andlát starfsmanns - greiðsla launa

Launakerfið Orri: Launategund - Greiðsla til maka (727) 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.