Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Launastefna og jafnlaunavottun

Í jafnlaunastaðlinum er gerð krafa um að stofnun skilgreini jafnlaunastefnu. Í henni á að koma fram að hún sé:

  • Skilgreind af æðstu stjórnendum.

  • Órjúfanlegur hluti launastefnu.

  • Feli í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.

  • Feli í sér skuldbindingu um að fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem stofnunin undirgengst varðandi meginregluna um að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf

  • Skapi umgerð til að setja fram og rýna jafnlaunamarkmið

Einnig þarf að koma fram að :

  • Jafnlaunakerfið sé skjalfest, innleitt og því viðhaldið

    • Sé kynnt fyrir öllu starfsfólki

    • Sé aðgengilegt almenningi

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.