Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Vaktaálagsgreiðslur
Í flestum kjarasamningum sem undirritaðir voru vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar. Breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks tóku gildi 1. maí 2021. Vinnuvika vaktavinnufólks í fullu starfi er 36 stundir, en fyrir það vaktavinnufólk sem vinnur nokkurn hluta utan dagvinnumarka getur vinnuvikan farið niður í 32 stundir.
Greiðslur vegna vaktaálags breyttust í kjarasamningum árið 2020. Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi (tímakaupi í dagvinnu). Vegna styttingar vinnuvikunnar reiknast tímakaup sem 0,632% af mánaðarlaunum fyrir vaktavinnufólk en ekki 0,615% eins og almennt er skv. gr. 1.4.1.
Vaktaálag er eftirfarandi (sjá fylgiskjal 2 í flestum kjarasamningum frá 2020):
33,33% kl. 17:00 – 24:00 mánudaga til fimmtudaga
55,00% kl. 17:00 – 24:00 föstudaga
65,00%kl. 00:00 – 08:00 þriðjudaga til föstudaga
55,00% kl. 08:00 – 24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga
75,00% kl. 00:00 – 08:00 laugardaga, sunnudaga, mánudaga og sérstaka frídaga
90,00% kl. 00:00 – 24:00 stórhátíðardaga, þó þannig að frá kl. 16:00 til 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 til 08:00 á jóladag og nýársdag er 120% álag.
Brot úr klukkustund greiðist hlutfallslega.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.