Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Samningaferli stofnanasamninga
Mikilvægt er að samstarfsnefnd skipuleggi vel hvernig hún hyggst vinna að gerð stofnanasamnings. Hér eru veittar leiðbeiningar um hvernig standa megi að gerð samningsáætlunar og skipulagningu samningaferlisins almennt.
Hafa ber í huga að á flestum stofnunum liggja þegar fyrir stofnanasamningar sem nýr samningur getur byggt á. Einnig ber að hafa í huga að það sem hér er sett fram kann að vera full ítarlegt og umfangsmikið miðað við þarfir einstakra stofnana. Því verða einstakar samstarfsnefndir sjálfar að meta hvaða þætti þessara leiðbeininga þær vilja nýta.
Skipta má samningaferlinu upp eftirfarandi þrep:
Vandamál í samningaferlinu
Komi upp vandamál í samningaferlinu eru ýmsar leiðir til að auðvelda lausnir:
Ef samningaviðræður varðandi eitt tiltekið atriði ganga illa er mikilvægt að koma í veg fyrir að slíkt stöðvi samningsgerðina. Samningsaðilar geta rætt um aðra þætti meðan leitað er lausna.
Mikilvægt er að samningsaðilar séu opnir fyrir því að reyna ólíkar leiðir að tilteknu markmiði og séu tilbúnir að kanna nýja leið að settu markmiði.
Samstarfsnefnd getur leitað eftir utanaðkomandi aðstoð vegna ýmissa vandamála í samningagerðinni.
Ef þessar og aðrar aðferðir duga ekki til geta stofnanir vísað ágreiningi til sáttanefndar samningsaðila.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.