Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Andlát starfsmanns - greiðsla launa

Ef starfsmaður í starfi fellur frá er farið með uppgjör launa samkvæmt viðeigandi grein í kjarasamningi, oftast 12.5.3. Laun eru greidd að fullu út þann mánuð sem starfsmaðurinn lést.  

Við andlát starfsmanns eða við lausn frá störfum skv. gr. 12.4.1-12.4.3, skal greiða laun líkt og annars hefði verið gert til loka lausnar- eða andlátsmánaðar áður en lausnarlaun og laun til maka látins starfsmanns samkvæmt gr. 12.5.1-12.5.2 koma til álita.  

Hafi starfsmaður ekki verið á launaskrá, til dæmis hafi veikindaréttur verið fullnýttur, myndast ekki réttur til greiðslu launa í andlátsmánuði. 

Greiða skal föst laun starfsmanns út andlátsmánuðinn sem og fastar aukagreiðslur hafi þær verið fyrir hendi. Með föstum launum er átt við mánaðarlaun og fastar aukagreiðslur (föst yfirvinna, vaktaálag skv. vaktskrá, o.fl.).   

Hafi starfsmaður fengið laun greidd fyrirfram má gera ráð fyrir að mánaðarlaun hafi þegar verið greidd.  

Orlof, orlofs- og persónuuppbót sem og frítökurétt á að greiða út við starfslok. 

Tengt efni: Starfslok vegna heilsubrests eða andláts og Greiðsla til maka

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.