Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Lausnarlaun - greiðslur

Þegar starfsmaður er leystur frá störfum vegna langvarandi eða endurtekinnar óvinnufærni vegna veikinda eða slyss skal hann fá greidd lausnarlaun skv. gr. 12.5. í kjarasamningi. Með lausnarlaunum er átt við föst laun skv. gr. 12.2.6 í kjarasamningi. Ráðningarsamband starfsmanns er enn í gildi á meðan lausnarlaun eru greidd.  Lausnarlaunatímabilið er þrír mánuðir, einnig þó svo að uppsagnarfrestur kunni að vera lengri. Ráðningarslit verða þegar starfsmaður fær greidda síðustu greiðslu lausnarlauna.   

  • Orlof er greitt af lausnarlaunum  

  • Lausnarlaun mynda stofn til persónu- og orlofsuppbótar 

 Við síðustu greiðslu lausnarlauna er allt áunnið orlof gert upp, þ.e. bæði það orlof sem starfsmaður hafði áunnið sér áður en til greiðslu lausnarlauna kom og það orlof sem hann ávann sér á lausnarlaunatímabilinu. Starfi viðkomandi er svo lokað í Orra.   

Launakerfið Orri: Launategund – Mánaðarlaun lausnarlaun (126)

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.