Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Tímavinnukaup
Almenna reglan er að greidd séu mánaðarlaun. Heimilt er að greiða tímavinnukaup í eftirfarandi tilvikum:
Vegna tímabundinna verkefna þó ekki lengur en í 2 mánuði.
Til að vinna að sérhæfðum, afmörkuðum verkefnum.
Vegna óreglubundinna starfa í lengri eða skemmri tíma, þó aðeins í algjörum undantekningartilvikum.
Lífeyrisþegum sem vinna hluta úr starfi.
Stundakennurum í framhaldsskólum sem sinna minna en 25% starfi.
Við ákvörðun launa námsmanna í námshléum skal haft samráð við viðkomandi stéttarfélag ef greiða á tímavinnu.
Tímavinnukaup fer eftir ákvæðum í kjarasamningi, sjá gr. 1.4., oftast 0,615% af mánaðarlaunum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.