Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Yfirvinnugreiðslur

Samkvæmt kjarasamningum er yfirvinna sú vinna sem fer fram utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns. Einnig vinna sem unnin er umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. Fjallað er um yfirvinnu í kafla 2.3. í kjarasamningi og um yfirvinnukaup í gr. 1.5. 

Sveigjanlegur vinnutími hefur áhrif á hvort og hvernig yfirvinna er reiknuð. Þannig er forstöðumanni heimilt að verða við óskum einstakra starfsmanna um sveigjanlegan vinnutíma á tímabilinu kl. 07:00 – 18:00. 

Tilgreina skal í ráðningarsamningi hvort greiða eigi fyrir yfirvinnu eða ekki. Ef um sveigjanlegan vinnutíma er að ræða skal einnig tilgreina það í ráðningarsamningi. 

Yfirvinna 1 og Yfirvinna 2 

Með styttingu vinnuvikunnar var tekin upp tvenns konar yfirvinna. 

Yfirvinna 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum. Yfirvinna 1 reiknast af tímum sem eru umfram vinnuskyldu (viðveru) upp að 40 klst. á viku og unnin er innan dagvinnumarka. 

Yfirvinna 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum og greiðist fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku (173,33 stundir á mánuði miðað við meðal mánuð). Yfirvinna 2 greiðist einnig fyrir yfirvinnu sem unnin er utan dagvinnumarka, þ.e.a.s. utan 8-17 á virkum dögum og um helgar.  

Stórhátíðarkaup er 1,375% af mánaðarlaunum og greiðist á stórhátíðardögum sbr. gr. 2.1.4. í kjarasamningi. 

Launakerfið Orri – Vinnustund. 

Yfirvinna 1 heldur nafni sínu í Vinnustund. 

Yfirvinna 2 kallast Yfirvinna í Orra og Vinnustund. Það er í samræmi við að áður en yfirvinnu var skipt upp í Yfirvinnu 1 og Yfirvinnu 2 þá reiknaðist yfirvinna sem 1,0385% af mánaðarlaunum. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.