Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Yfirvinnugreiðslur

Samkvæmt kjarasamningum er yfirvinna sú vinna sem fer fram utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns. Einnig vinna sem unnin er umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. Fjallað er um yfirvinnu í kafla 2.3. í kjarasamningi og um yfirvinnukaup í gr. 1.5. 

Sveigjanlegur vinnutími hefur áhrif á hvort og hvernig yfirvinna er reiknuð. Þannig er forstöðumanni heimilt að verða við óskum einstakra starfsmanna um sveigjanlegan vinnutíma á tímabilinu kl. 07:00 – 18:00. 

Tilgreina skal í ráðningarsamningi hvort greiða eigi fyrir yfirvinnu eða ekki. Ef um sveigjanlegan vinnutíma er að ræða skal einnig tilgreina það í ráðningarsamningi. 

Yfirvinna 1 og Yfirvinna 2 

Hjá þeim stéttarfélögum er hafa samið um betri vinnutíma er greidd tvenns konar yfirvinna, yfirvinna 1 og yfirvinna 2. Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi en tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi.

Greiðsla fyrir yfirvinnu skal vera með eftirtöldum hætti:

  • Yfirvinna 1 Kl. 08.00 - 17.00 mánudaga – föstudaga.

  • Yfirvinna 2 Kl. 17.00 - 08.00 mánudaga – föstudaga.

  • Yfirvinna 2 Kl. 00.00 - 24.00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga.

Tímakaup yfirvinnu 2 greiðist jafnframt fyrir vinnu umfram 38,92 stundir á viku (168,63 stundir miðað við meðalmánuð).

Föst yfirvinna sem er merkt sem slík í launakerfinu verði greidd sem yfirvinna 2.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.