Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðal
Jafnlaunavottun er skrifleg yfirlýsing vottunaraðila sem veitt er með jafnlaunavottunarskírteini, að undangenginni úttekt hans á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar, um að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012.
Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Markmið staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.
Stofnun þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli skal öðlast jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar.
Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.
Frekari upplýsingar um Jafnlaunastaðalinn má finna á vef Stjórnarráðsins. Þar er að finna tengingar á námskeið, verkfærakistu og rafrænan aðgang að staðlinum sem og upplýsingar um jafnlaunamerkið.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.