Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Mánaðarlaun
Föst mánaðarlaun eru greidd í samræmi við umsamda launatöflu í gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkið. Raða þarf starfsfólki í launaflokka miðað við ákvæði viðeigandi stofnanasamnings.
Algengast er að starfsfólk sé ráðið í ákveðið starf samkvæmt ráðningarsamningi og fái greidd mánaðarlaun.
Almennt eru engin ákvæði um lágmarksstarfshlutfall að ræða í kjarasamningum.
Mánaðarlaun eru greidd eftir á, fyrsta virkan dag eftir mánaðamót. Starfsfólk sem ráðið var fyrir gildistöku starfsmannalaga 1. júlí 1996 fær ýmist greidd laun eftirá eða fyrirfram.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.