Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Önnur laun

Í fyrsta kafla flestra kjarasamninga kemur fram að auk mánaðarlauna er heimilt að greiða önnur laun er starfinu fylgja með mánaðarlegri greiðslu.

Önnur laun eru til komin vegna starfstengdra þátta m.a. vegna reglubundinnar yfirvinnu og starfstengds álags sem ekki verður mælt í tíma. Önnur laun geta komið í stað yfirvinnukaups.

Önnur laun taka ekki sjálfkrafa kjarasamningsbundnum hækkunum. Ein af forsendum endurskoðunar á öðrum launum er breyting á inntaki starfs því geta önnur laun verið breytileg frá einum tíma til annars þar sem forsendur geta breyst að efni og umfangi.

Launakerfið Orri: Launategund – Önnur laun sem starfinu fylgja (568)

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.