Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Um kjarasamninga

Starfsmenn ríkisins aðrir en embættismenn eiga rétt á launum samkvæmt kjarasamningi. Sjá nánar í 9. og 47. gr. starfsmannalaga.

Ríkið gerir kjarasamninga á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna og laga um stéttarfélög og vinnudeilur.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipar samninganefnd ríkisins. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins starfar í umboði ráðherra og er í forsvari fyrir ríkið sem vinnuveitanda.

Samninganefnd ríkisins og Kjara-og mannauðssýslan starfa náið saman.

Hvert stéttarfélag fer með eigið samningsumboð nema það kjósi að hafa samflot eða framselja samningsumboðið til heildarsamtaka sinna.

Í miðlægum kjarasamningi er samið um þætti eins og vinnutíma, orlof, veikindarétt og fleira auk almennra launahækkana. Ekki er gengið frá forsendum launasetningar í miðlægum kjarasamningi heldur í stofnanasamningi.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.