Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Vaktahvati
Samið var um vaktahvata þegar samið var um við styttingu vinnuvikunnar árið 2020. Hann greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skipulögðum vöktum innan vinnutímaskyldu. Að lágmarki er vaktahvati 2,5% af mánaðarlaunum og mest 12,5% af mánaðarlaunum fyrir þá sem uppfylla skilyrði fyrir greiðslu vaktahvata.
Tilgangurinn með vaktahvata er að umbuna sérstaklega því starfsfólki sem mætir oft á vaktir og vinnur fjölbreyttar vaktir utan dagvinnutíma.
Skilyrði fyrir vaktahvata eru eftirfarandi á hverju launatímabili:
Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda utan dagvinnumarka (á 33,33%, 55%, 65% og 75% álagi) þarf að lágmarki að vera 42 vinnuskyldustundir.
Uppfylla þarf a.m.k. tvær tegundir vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir:
dagvaktir
kvöldvaktir (33,33% álag)
næturvaktir á virkum dögum (65% álag)
helgarvaktir (55% og 75% álag).
Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta skal vera 15 vinnuskyldustundir.
Starfsmaður þarf að mæta a.m.k. 14 sinnum eða oftar til starfa.
Í Vinnustund og Vinnu er haldið utan um vaktahvata. Launategundir þar eru: Vaktahvati 1,…, Vaktahvati 4.
Tengt efni
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.