Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Séreignarsparnaður

Fjallað er um séreignarsparnað starfsfólks og viðbótarframlag vinnuveitanda til lífeyrissparnaðar í 15. kafla kjarasamninga.

Séreignarsparnaður er valkvæður sparnaður starfsfólks. Þá velur starfsfólk að greiða annað hvort 2% eða 4% af laununum sínum í séreignarsparnað sem er þá viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað. Starfsfólk velur sjálft hjá hvaða vörsluaðila það kýs að safna séreignarsparnaði.

Ef starfsmaður velur að greiða séreignarsparnað er atvinnurekanda hans skylt samkvæmt kjarasamningi að greiða 2% iðgjald á móti. Mótframlag atvinnurekanda verður ekki hærra en 2% þó svo að starfsmaður kjósi að greiða sjálfur 4%.   

Framkvæmd

Starfsfólk gerir samning við vörsluaðila séreignarsparnaðar en það geta verið lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og líftryggingafélög. 

Starfsfólk ber ábyrgð á að upplýsingar um séreignarsparnað berist til launagreiðanda en yfirleitt sjá vörsluaðilar um að senda samninga eða tilkynningar til viðkomandi launagreiðanda. 

Ef starfsfólk skiptir um starf þarf það sjálft að hafa samband við vörsluaðila lífeyrissparnaðar síns og tilkynna um nýjan launagreiðanda.  

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.