Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál
Akstur
Noti starfsfólk eigin bifreið í þágu stofnunar og að beiðni yfirmanns skal greiða fyrir afnot samkvæmt kjarasamningum.
Starfsmanni ber að skila inn akstursreikningi til að fá greiddan aksturskostnað.
Ferðakostnaðarnefnd ákveður akstursgjald og skoðar forsendur þess ársfjórðungslega. Að jafnaði breytist akstursgjaldið sjaldnar.
Á starfsfólk rétt á akstursgjaldi ef fastur vinnustaður er langt frá vinnu?
Nei. Akstursgjaldi er almennt ekki ætlað að standa undir kostnaði vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar þar sem það telst til eigin nota. Fari starfsfólk hins vegar einstakar ferðir á eigin bifreiðum að beiðni yfirmanns skal greiða fyrir það akstursgjald.
Tengt efni
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.