Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Heilsu- og líkamsræktarstyrkur

Heilsu- eða líkamsræktarstyrkur er styrkur frá launagreiðanda til að styrkja starfsfólk í heilsurækt og íþróttaiðkun. Heilsu- eða líkamsræktarstyrk skal ekki telja til tekna starfsmanns ef hann er undir viðmiði skattstjóra. 

Styrkur að fjárhæð 77.000 kr. á ári er skattfrjáls árið 2024 (var 71.500 kr. árið 2023).

Starfsfólk þarf að leggja fram fullgilda og óvéfengjanlega reikninga fyrir greiðslu kostnaðar. 

Með heilsurækt og íþróttaiðkun er átt við hvers konar kostnað við iðkun svo sem greiðslu að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, golfvöllum og skíðasvæðum. Æfingagjöld og félagsgjöld í íþróttafélögum, golfklúbbum, hestamannafélögum, ferðafélögum og hvers konar skipulagðri hreyfingu og íþróttaiðkun (m.a. dans, jóga og skipulagðar gönguferðir). 

Flest stéttarfélög veita starfsfólki einnig heilsu- og líkamsræktarstyrki og er upplýsingar um styrki félaganna að finna  á vefsíðum stéttarfélaganna. Athygli er vakin á að ekki er heimilt að fá reikning vegna heilsuræktar tvígreiddan. 

Kostnaður vegna kaupa á búnaði telst ekki skattlaus heilsu- eða líkamsræktarstyrkur. 

Launakerfið Orri: Launategund - Heilsustyrkur (820)

Í Orra er launategund fyrir Heilsustyrk og reiknast ekki staðgreiðsla af styrk að 77.000 kr. Einnig er í Orra launategund fyrir íþróttastyrk og reiknast staðgreiðsla af slíkum styrkjum. Ef stofnanir veita íþróttastyrki vegna kaupa á búnaði eða vegna íþróttaiðkunar umfram 77.000 kr. ber að bóka þá á launategundina Íþróttastyrkur (819)

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.