Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Launastefna og stofnanasamningar

Launastefna stofnunar ætti að endurspeglast í skilgreiningu starfa í stofnanasamningi og röðun þeirra. Við ákvörðun á röðun starfa á að taka mið af þeim verkþáttum sem eru viðvarandi í viðkomandi starfi en ekki taka tillit til tímabundins aukins umfangs tiltekins verkþáttar.

Einnig verður að gæta samræmis varðandi röðun starfa milli mismunandi stéttarfélaga innan sömu stofnunar. Raða verður sama starfi út frá sambærilegum forsendum þó svo að um mismunandi kjarasamninga sé að ræða. Aftur á móti er ekki nauðsynlegt að starfsfólk fái nákvæmlega sömu krónutölu í laun þar sem launatöflur stéttarfélaga eru ekki þær sömu.

Gæta verður sérstaklega að jafnræði kynjanna enda er stofnunum skylt að gera jafnréttisáætlanir og skulu konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Sjá nánar 6.gr. jafnréttislaga.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.