Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Laun og kjaramál

Samgöngustyrkur - samgöngugreiðslur

Samgöngustyrkur - samgöngugreiðslur eru greiddar starfsfólki vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meginskilyrði er að ferðast sé með almenningssamgöngum eða á vistvænan samgöngumáta.

Samgöngugreiðsla að fjárhæð 126.000 kr. á ári eða 10.500 kr. á mánuði er skattfrjáls á árinu 2024. 

Lögfest er að gera þurfi samning milli launagreiðanda og starfsmanns um þennan samgöngumáta. Samningur skal að hámarki vera til eins árs en heimilt er að gera samninga til skemmri tíma.

Skilyrði fyrir skattfrelsi eru eftirfarandi: 

  1. Formlegur undirritaður samgöngusamningur um nýtingu á almenningssamgöngum eða vistvænum samgöngumáta. Að minnsta kosti 80% ferða falli undir samninginn. Heimilt er að gera samning um 40% ferða og lækkar þá fjárhæðin í 5.250 kr. á mánuði. 

  2. Vistvænn samgöngumáti þýðir að nýttur er annar ferðamáti en vélknúið ökutæki (hvorki bifreið né mótorhjól). Notkun reiðhjóls, rafmagnshjóls, hlaupahjóls og ganga telst vistvænn samgöngumáti. 

Launakerfið Orri: Launategund - Samgöngugreiðslur (818)

Staðgreiðsla reiknast ekki af greiðslunni nema hún fari yfir skattfrelsismörk ársins. Hægt er að setja inn jafnar mánaðarlegar greiðslur en einnig að greiða styrkinn í fáum eða einni greiðslu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.