Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Starfslok vegna heilsubrests eða andláts

Almenn störf

Heilsubrestur starfsmanns kann að leiða til þess að hann uppfylli ekki lengur skilyrði um nauðsynlega heilbrigði, andlega og líkamlega, til þess að gegna starfi sínu. Sjá nánar 3. tl. 1. mgr. 6. gr. starfsmannalaga.

Gæta þarf að ákvæðum kjarasamninga um rétt vegna veikinda og slysa áður en starfslok af slíkum ástæðum eru ákveðin. Í flestum kjarasamningum er að finna ákvæði um lausn frá störfum vegna endurtekinna eða langvarandi óvinnufærni vegna veikinda eða slysa. Í slíkum tilvikum á starfsmaður rétt á þriggja mánaða lausnarlaunum. Sjá nánar í 12. kafla kjarasamninga.

Embætti

Um lausn embættismanna vegna heilsubrests er fjallað í 30. gr. starfsmannalaga.

Lausn skal veita skriflega, greina frá orsökum lausnar og kveða á um frá hvaða degi embættismaður skuli leystur frá störfum og með hvaða kjörum. Sjá 31. grein starfsmannalaga.

Veita skal embættismanni lausn frá störfum vegna heilsubrests hafi hann verið frá störfum vegna sjúkdóma eða slysa samfellt í eitt ár eða sem svarar til 1/18 af samfelldum starfstíma hans hjá ríkinu, ef sá tími er lengri en eitt ár.

Þetta gildir þó ekki ef læknir vottar að líkur séu til fulls bata innan næstu þriggja mánaða, enda sé honum þá veitt lausn að liðnum þessum þremur mánuðum ef hann er enn óvinnufær.

Ef embættismaður veikist og læknir vottar að heilsu hans sé svo farið að ekki þyki gerlegt að láta hann starfa lengur er heimilt að veita honum lausn frá störfum vegna heilsubrests þegar launagreiðslum vegna veikinda lýkur. Þeirri ákvörðun má skjóta til hlutaðeigandi ráðherra.

Embættismaður sem er leystur frá störfum vegna heilsubrests skal halda óbreyttum launakjörum í þrjá mánuði. Sama regla gildir um greiðslu til maka látins embættismanns.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.