Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Tímabundinn ráðningarsamningur

Tímabundnum ráðningarsamningi þarf ekki að segja upp því hann fellur úr gildi við lok samningstíma án uppsagnar. Sjá nánar í 1. málsgrein 43. greinar starfsmannalaga.

Rétt er að huga að starfslokum við starfsmanninn til dæmis vegna ýmiskonar frágangs.

Uppsögn áður en tímabundin ráðning rennur út

Hægt er að segja tímabundnum samningi upp áður en hann fellur úr gildi, svo fremi sem hann hefur að geyma heimild til uppsagnar. Sjá nánar 2. mgr. 41. gr. starfsmannalaga.

Uppsagnarfrestur á tímabundnum ráðningarsamningi er almennt einn mánuður samkvæmt kjarasamningum og skal það koma fram í ráðningarsamningi.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.