Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Uppsögn starfsfólks í veikindaleyfi

  • Verði starfsmaður veikur á uppsagnarfresti, eftir að honum er sagt upp, eru forfallalaun ekki greidd lengur en ráðningu er ætlað að standa.

  • Almennt er heimilt að segja starfsmanni upp störfum þótt hann sé í veikindaleyfi og njóti forfallalauna í veikindum samkvæmt ákvæðum kjarasamnings.

  • Réttur starfsmanna til forfallalauna í veikindum, sem hafa komið til áður en viðkomandi var sagt upp störfum, verður almennt ekki skertur með uppsögn, sjá dóm Landsréttar í máli nr. 123/2021

  • Uppsagnarfrestur fellur inn í rétt starfsmanns til forfallalauna í veikindum en kemur ekki til viðbótar þeim rétti.

  • Stofnun þarf að sjá til þess að starfsmaður endurnýi læknisvottorð vegna óvinnufærni á meðan og eftir að uppsagnarfrestur líður undir lok. Skal það gert eigi sjaldnar en mánaðarlega sbr. gr. 12.1.3 í kjarasamningum. Verði starfsmaður vinnufær fellur greiðsla forfallalauna niður. Í tilvikum sem þessum er ráðlegt að nýta sér þjónustu trúnaðarlæknis sbr. gr. 12.1.4 í kjarasamningum. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.