Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Undirbúningur starfsloka og verklag

Stofnun verður að geta sýnt fram á að ákvörðun um starfslok grundvallist á málefnalegum sjónarmiðum. Því er nauðsynlegt að verklag við uppsagnir sé í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og að fyrir liggi skrifleg gögn og upplýsingar um undirbúning og einstakar ákvarðanir.

Málsmeðferð starfsloka er mismunandi eftir því hvort um ræðir almenn störf eða embætti og hverjar ástæður starfslokanna eru. Talað er um uppsagnir í tilviki almenns starfsfólks en lausn frá embætti í tilviki embættismanna.

Fjallað er um starfslok í starfsmannalögunum en hafa þarf hugfast að ákvörðun um uppsögn eða lausn telst stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga. Því ber að gæta að málsmeðferðarreglum laganna, svo sem um leiðbeiningarskyldu, rannsóknarskyldu, meðalhóf, rétt til rökstuðnings og eftir atvikum andmælarétt. Einnig er lagt bann við mismunun í jafnréttislögum og í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.