Mannauðstorg ríkisins: Starfslok
Tímabundin skipun rennur út
Tímabundnum skipunum samkvæmt 24. gr. starfsmannalaga þarf ekki að segja upp eða tilkynna embættismanni um að til standi að auglýsa embættið laust. Þær einfaldlega renna út.
Embættismaður sem settur er til reynslu í eitt eða tvö ár þarf þó að fá upplýsingar um hvort ekki verði skipað í embættið að reynslutíma loknum. Ekki er tilgreint sérstaklega um frest varðandi þetta atriði í lögunum en eðlilegt er að veita embættismanni tímanlega upplýsingar um það hvort hann verði skipaður að reynslutíma loknum.
Rétt er að huga að starfslokum við embættismann til dæmis vegna ýmiskonar frágangs.
Embættismenn sem settir eru tímabundið í embætti eða til reynslu njóta réttinda og bera skyldur samkvæmt VI. og VII. starfsmannalaganna.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.