Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Flutningur úr einu embætti í annað

Um flutning embættismanns úr einu embætti í annað er fjallað í 36. grein starfsmannalaga. Tilflutningur milli embætta felur í sér starfslok eða lausn frá eldra embætti. Ákvörðun í þessum efnum ber að tilkynna skriflega með tilvísun í 36. grein starfsmannalaga. Slíkt bréf kemur í stað hefðbundins lausnarbréfs.

  • Stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti getur flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir það.

  • Stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti getur samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því.

  • Stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti getur flutt embættismann í annað starf án auglýsingar samkvæmt 2. málsgrein 7. grein starfsmannalaga, enda liggi fyrir ósk eða samþykki embættismannsins sjálfs.

  • Stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti getur samþykkt að hann flytjist í annað starf er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því og fyrir liggi ósk eða samþykki embættismannsins sjálfs.

Flytjist embættismaður í annað embætti eða annað starf sem er lægra launað skal greiða honum launamismuninn þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.