Mannauðstorg ríkisins: Starfslok
Beiðni um lausn vegna heilsubrests
Starfsmaður getur hvenær sem er óskað eftir lausn vegna heilsubrests ef hann er varanlega ófær um að gegna starfinu vegna vanheilsu. Starfsmaðurinn tilkynnir sjálfur um ósk sína og leggur fram vottorð læknis um óvinnufærni. Ekki er skilyrði að fyrir liggi vottorð trúnaðarlæknis en krefjast má þess ef forstöðumaður stofnunar telur slíkt nauðsynlegt.
Hafi starfsmaður einungis lagt fram læknisvottorð um varanlega óvinnufærni og ósk hans um lausn liggur ekki skýrt fyrir er rétt að staðfesta móttöku vottorðsins og ganga úr skugga um vilja starfsmannsins ef slíkt er unnt. Fallist forstöðumaður á framkomna lausnarbeiðni sendir hann starfsmanninum staðfestingu sína þar sem fram kemur frá hvaða tíma hún taki gildi.
Greiða ber starfsmanninum þriggja mánaða lausnarlaun skv. ákvæðum 12.5.1
Tengt efni
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.