Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Uppsögn þegar starfsfólk glatar almennum hæfisskilyrðum

Almenn hæfisskilyrði eru talin upp í 6. grein starfsmannalaga um aldur, lögræði, tiltekna menntun eða hæfisskilyrði. Einnig eru skilyrði um fjárforræði í þeim tilvikum þegar fjárreiður fylgja starfi sem og skilyrði um nauðsynlega heilbrigði, andlega sem og líkamlega til að sinna því starfi sem um ræðir hverju sinni.

Glati starfsfólk einhverjum af þessum hæfisskilyrðum kann það að kalla á uppsögn.

Áður en starfsmanni er sagt upp vegna þess að hann hefur glatað nauðsynlegri heilbrigði þarf að gæta að því hvort hann eigi rétt til launa vegna veikinda og slysa samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi.

Þá þarf að gæta að ákvæðum um lausn vegna heilsubrests auk lausnarlauna, sbr. kjarasamninga stéttarfélaga opinberra starfsmanna, þar á meðal aðildarfélaga BHM, BSRB og KÍ.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.