Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Fyrirvaralaus frávikning - embætti

Í alvarlegum tilfellum skal víkja embættismanni fyrirvaralaust úr embætti, það er án þess að honum hafi fyrst verið veitt lausn um stundarsakir og mál hans sent nefnd skv. 27. gr. starfsmannalaga til meðferðar.

  • Annars vegar á þetta við ef embættismaður hefur verið sviptur með fullnaðardómi rétti til að gegna embætti sínu, sbr. 1. mgr. 29. gr. starfsmannalaga.

  • Hins vegar á þetta við ef embættismaður játar að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla má að hefði í för með sér sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 3. mgr. 29. gr. starfsmannalaga.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.