Mannauðstorg ríkisins: Starfslok
Lausnarbréf og afhending þess
Samkvæmt 31. gr. starfsmannalaga skal lausn frá embætti vera skrifleg. Í lausnarbréfinu þarf að koma fram dagsetning lausnar og ástæður hennar. Þetta á þó ekki við þegar fimm ára skipunartími rennur út, við flutning í annað embætti, niðurlagningu embættis eða andlát embættismanns.
Ástæður lausnar þurfa að vera málefnalegar og í samræmi við 25. gr. starfsmannalaga en þar eru talin upp þau atriði sem kunna að valda starfslokum embættismanna.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.