Mannauðstorg ríkisins: Starfslok
Fyrirvaralaus uppsögn og brottrekstur - almenn störf
Starfsmannalögin gera ráð fyrir að í vissum tilfellum sé hægt að víkja starfsmanni fyrirvaralaust úr starfi:
ef starfsmaður hefur verið sviptur með fullnaðardómi rétti til að gegna starfi sínu, sjá 1. mgr. 45. gr. starfsmannalaga
ef starfsmaður játar að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla má að hefði í för með sér sviptingu réttinda samkvæmt 68. gr. almennra hegningarlaga, sjá 2. mgr. 45 gr. starfsmannalaga.
Brottrekstur
Brjóti starfsmaður gróflega ábyrgðar- og trúnaðarskyldur sínar þannig að áminning samkvæmt 21. gr. starfsmannalaga geti ekki átt við, kann það að leiða til uppsagnar án þess að viðkomandi hafi verið áminntur fyrir brot af sama tagi áður.
Uppsagnarheimild þessi styðst við ákvæði 43. gr. starfsmannalaga og almennar grundvallarreglur vinnuréttar og opinbers starfsmannaréttar um stjórnunarrétt yfirboðara.
Áríðandi er að atvik séu ávallt vel upplýst og að starfsmaður hafi haft tækifæri til að tjá sig um málið áður en ákvörðun um uppsögn vegna brota á starfsskyldum er tekin. Í þessu sambandi er rétt að líta til málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga, einkum varðandi rannsókn máls, andmælarétt og eftir atvikum meðalhóf.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.