Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Brotthvarf úr starfi

Starfsmanni ber að segja upp starfi sínu með lögbundnum uppsagnarfresti og vera reiðubúinn að vinna uppsagnarfrestinn kjósi hann að hætta í starfi. Ef starfsmaður mætir ekki til starfa án skýringa eða hættir fyrirvaralaust í starfi hvort sem það er á uppsagnarfresti eða öðrum tíma ráðningarsamnings getur það talist brotthvarf eða brotthlaup úr starfi. 

Ástæðan fyrir brotthvarfi úr starfi getur verið af ýmsum toga, til dæmis byggð á misskilningi um að hann hafi ekki átt að vinna uppsagnarfrest eða um hefur verið að ræða einhverskonar ágreining á milli starfsmanns og yfirmanns. Svipuð sjónarmið eiga við þegar starfsmaður mætir ekki aftur til starfa eftir að hafa verið frá vegna leyfis, sumarorlofs eða annarra tilvika eins og fæðingar – eða foreldraorlofs.

Í öllum tilvikum þarf yfirmaður að skora á starfsmanninn að mæta til vinnu. Skal það gert með áskorun (ábyrgðarbréfi eða með öðrum sannanlegum hætti) til starfsmanns um að mæta til starfa á tiltekinn vinnustað á ákveðnum tíma í samræmi við ráðningarsamning sinn.

Taka þarf fram með skýrum hætti hverjar afleiðingar það hafi mæti starfsmaður ekki til starfa á boðuðum tíma. Mæti hann ekki eða upplýsi um lögmæt forföll er um verulega vanefnd að ræða á ráðningarsamningi og er þá litið svo á að hann hafi slitið samningnum fyrirvaralaust. 

Sniðmát að áskorun um að mæta til vinnu

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.