Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Heimild til að ákveða starfslok

Starfsfólk ríkisins getur átt frumkvæði að því að segja starfi sínu lausu eða embættismenn að óska lausnar en annars eru það forstöðumenn ríkisstofnana sem hafa heimild til að ákveða starfslok og í tilviki embættismanna það stjórnvald sem skipaði eða setti upphaflega í embættið.

Almenn störf

Starfsfólk ríkisins getur sagt upp starfi samkvæmt ákvæðum í ráðningarsamningi. Uppsagnarfrestur miðast yfirleitt við mánaðamót.

Forstöðumaður stofnunar hefur rétt til að segja starfsmanni upp störfum eftir því sem mælt er fyrir um í ráðningarsamningi, sjá 43. grein starfsmannalaga. Hann getur þó framselt valdið til annarra stjórnenda innan stofnunar enda sé það gert með skriflegum hætti og tilkynnt starfsfólki. Sjá nánar í 50. grein starfsmannalaga.

Embættismenn

Embættismenn geta beiðst lausnar frá embætti.

Stjórnvald er skipar eða setur í embætti veitir einnig lausn frá því eða ákveður önnur starfslok í samræmi við ákvæði starfsmannalaga nema öðruvísi sé sérstaklega mælt fyrir í lögum. Þetta vald er oftast í höndum ráðherra. Sjá nánar 31. gr. starfsmannalaganna.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.