Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Uppsögn að frumkvæði starfsmanns

Almenn störf

Starfsmaður hefur rétt á því að segja upp starfi sínu og fer þar eftir ákvæðum ráðningarsamnings um uppsagnarfrest.

Á það einnig við ef starfsmaður kýs að segja upp tímabundnum ráðiningarsamningi.

Embætti

Embættismaður getur ekki einhliða lokið starfssambandi sínu heldur þarf hann að beiðast lausnar frá embætti hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi. Slík beiðni á að vera skrifleg og almennt með þriggja mánaða fyrirvara.

Skylt er að veita lausn ef hennar er löglega beiðst. Sjá nánar 37. grein starfsmannalaga.

Um stjórnvaldsheimild til að að lengja uppsagnarfrest

Forstöðumanni stofnunar er heimilit að lengja uppsagnarfrest í allt að sex mánuði ef svo margi leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu starfsgrein innan stofnunar að ljóst þyki að ekki sé hægt að halda úti lögbundinni starfsemi. Ákvörðun þess efnis skal tilkynnt starfsfólki svo fljótt sem verða má og eigi síðar en þegar sex vikur eru eftir af upphaflegum uppsagnarfresti. Sjá nánar 37. gr. starfsmannalaga í tilviki embættismanna og 46. gr. starfsmannalaga í tilviki almennra starfsmanna.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.