Mannauðstorg ríkisins: Starfslok
Niðurlagning starfs eða embættis
Almenn störf
Í þeim tilvikum þegar ástæða fyrir starfslokum er niðurlagning starfs og starfsmaður fellur undir 3. mgr. ákvæðis starfsmannalaga til bráðabirgða, ber að ljúka starfssambandinu með því að tilkynna honum bréflega um niðurlagningu starfsins. Í sama bréfi er rétt að gera grein fyrir rétti til biðlauna sem er ýmist 6 eða 12 mánuðir.
Athygli er vakin á því að bréf um niðurlagningu starfs kemur í stað uppsagnarbréfs og að ákvæði um uppsagnarfrest starfsmanns eiga ekki við hér.
Sniðmát að tilkynningu um niðurlagningu starfs
Embætti
Um niðurlagningu embættis og rétt til biðlauna er fjallað í 34. grein starfsmannalaga. Niðurlagning embættis felur í sér lausn frá embætti. Slíka ákvörðun ber að tilkynna skriflega með tilvísun í 34. grein starfsmannalaga ásamt upplýsingum um biðlaunarétt sem er ýmist 6 eða 12 mánuðir.
Slíkt bréf kemur í stað hefðbundins lausnarbréfs. Í bréfinu er gott að greina frá rétti til biðlauna. Biðlaunaréttur á þó ekki við hafni viðkomandi sambærilegu starfi, óháð því hvort það er á vegum ríkisins eða annars aðila. Við mat á því hvort starf teljist sambærilegt er litið til allra kjaralegra atriða sem og innihalds starfs og stöðu að öðru leyti.
Sniðmát að tilkynningu um niðurlagningu embættis
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.