Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Starfsmaður óskar eftir flutningi

Starfsfólk getur sótt eftir flutningi.

Heimilt er, án þess að starf sé auglýst laust til umsóknar, að ákveða að starfsmaður sem er ráðinn ótímabundið til starfa flytjist um afmarkaðan tíma eða varanlega milli stjórnvalda enda liggi fyrir samþykki viðkomandi forstöðumanns fyrir flutningnum og starfsmannsins sjálfs. Sjá nánar 2. mgr. 7.gr. starfsmannalaga.

Samkvæmt sömu grein getur stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti flutt hann í annað embætti án auglýsingar enda liggi fyrir ósk eða samþykki embættismannsins sjálfs.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.