Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Uppsögn af rekstrarlegum ástæðum

Áform um sparnað í rekstri stofnunar getur verið málefnaleg forsenda fyrir fækkun starfsfólks, sjá niðurlag 1. mgr. 44. gr. starfsmannalaga.

Uppsögn vegna rekstrarlegra ástæðna þarf að byggja á réttum og málefnalegum ástæðum og mikilvægt að undirbúningur og framkvæmd uppsagnar sé í samræmi við lög og reglur stjórnsýsluréttarins.

Til dæmis ef fækka þarf starfsfólki eða breyttar aðstæður krefjast annarrar hæfni en viðkomandi starfsmaður býr yfir og hann getur ekki með góðu móti tileinkað sér hana.

Þegar um fækkun starfa er að ræða þarf að huga að því hvort starfsfólk eigi biðlaunarétt samkvæmt 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í starfsmannalögum en það á við um þá sem voru ráðnir fyrir gildistöku laganna árið 1996. Ef svo er skal í stað uppsagnar tilkynna viðkomandi skriflega um niðurlagningu starfsins og kynna rétt til biðlauna.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.