Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfslok

Uppsögn á reynslutíma

Ef til stendur að segja starfsmanni upp á reynslutíma þarf að gera það áður en reynslutíminn er liðinn. Við nýráðningar er æskilegt að tiltaka lengd reynslutímans í ráðningarsamningi. Sé það ekki gert telst reynslutími yfirleitt þrír mánuðir.

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á reynslutíma er yfirleitt einn mánuður, miðað við mánaðamót. Hægt er að framlengja reynslutíma og þarf að gera slíkt í samræmi við lengd uppsagnartíma á reynslutíma. 

Fram hefur komið í dómaframkvæmd að hægt er segja starfsmanni upp með eins mánaðar uppsagnarfresti, miðað við mánaðarmót, þó svo langt sé liðið á þriðja mánuð reynslutímans. 

Rökstuðningur uppsagnar á reynslutíma

Á reynslutíma er jafnan hægt að segja ráðningarsamningi upp með tilskildum uppsagnarfresti. Óski starfsmaður eftir rökstuðningi er talið fullnægjandi að tilgreina að uppsögnin hafi átt sér stað á reynslutíma samningsins og að hún hafi verið í samræmi við umsaminn uppsagnarfrest. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.