Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Mönnun og skipulag

Vinnufyrirkomulag

Forstöðumaður ákveður vinnufyrirkomulag og vinnutíma starfsfólks með tilliti til þjónustuhlutverks stofnunar og ákvæða laga og kjarasamninga. Sjá 17. gr. starfsmannalaga.

Æskilegt er að gera grein fyrir stefnu stofnunarinnar varðandi vinnufyrirkomulag á innri vef eða í starfsmannahandbók.

Um vinnutíma og hvíldartíma er fjallað í lögum um um 40 stunda vinnuviku og í IX. kafla laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Ítarlegri ákvæði eru í kjarasamningum og eru þau í:

Grunnurinn að hvíldartímaákvæðum kjarasamninga var lagður með samningi fjármálaráðherra o.fl. við ASÍ, BHM, BSRB og KÍ um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma frá 23. janúar 1997. Í samningnum er meðal annars kveðið á um daglegan hvíldartíma og hlé frá störfum, vikulegan hámarksvinnutíma, vernd næturvinnustarfsmanna, frávik o.fl. Samkvæmt 14. gr. samningsins starfar samráðsnefnd aðila um skipulag vinnutíma og má vísa ágreiningsmálum til hennar til umfjöllunar og úrlausnar.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.