Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Mönnun og skipulag

Afleysingar

Það er á ábyrgð forstöðumanns að meta þörf á afleysingum og hvernig þær eru leystar. Oftast tengjast afleysingar fjarveru fastráðinna starfsmanna vegna fæðingarorlofs, langtímaveikinda eða námsleyfa. Afleysingar má leysa með því að færa verkefni yfir á annað starfsfólk, færa starfsfólk til í starfi eða ráða afleysingafólk. Almenna reglan er að auglýsa öll störf hjá ríkinu og æskilegt er að afleysingastörf séu auglýst. Eftirfarandi undantekningar á auglýsingaskyldu sem má nota vegna afleysingastarfa (sjá um auglýsingaskyldu); 

  • störf sem aðeins eiga að standa í tvo mánuði eða skemur 

  • störf sem eru tímabundin vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna orlofs, veikinda-, fæðingar- og foreldraorlofs enda sé ráðningu ekki ætlað að standa lengur en í 12 mánuði. 

Afleysingar eru í eðli sínu tímabundnar og mikilvægt að í ráðningarsamningi komi skýrt fram upphaf og lok starfs. Samkvæmt 41. gr. starfsmannalaga er heimilt að ráða starfsfólk til starfa tímabundið en þó aldrei lengur en í tvö ár.  

Í ýmsum kjarasamningum eru ákvæði um afleysingar og má þar nefna afleysingar um borð í varðskipum og hafrannsóknaskipum og afleysingafólk í lögreglu. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.