Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Mönnun og skipulag

Breytingar á störfum

Forstöðumaður hefur heimild til að breyta verkefnum starfsfólks án þess að segja ráðningarsamningi upp.

Við afgerandi breytingar á starfi er rétt að byggja heimild á 19. gr. starfsmannalaga. Þegar breytingar eru gerðar á starfi samkvæmt 19. gr. ber starfsfólki að hlíta breytingum á starfi sínu og verksviði. Starfsfólk getur kosið að segja upp starfi innan mánaðar frá tilkynningu um breytingu. Verði breytingar á launakjörum og réttindum starfsfólks heldur það óbreyttum launum og réttindum út uppsagnarfrest eða skipunartíma eftir atvikum.

Hægt er að ganga frá breytingum á starfi með samningi í stað þess að beita 19. gr. starfsmannalaga, svo fremi sem aðilar eru sammála um þær.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.