Mannauðstorg ríkisins: Mönnun og skipulag
Breytingar á störfum
Forstöðumaður hefur heimild til að breyta verkefnum starfsfólks án þess að segja ráðningarsamningi upp.
Við afgerandi breytingar á starfi er rétt að byggja heimild á 19. gr. starfsmannalaga. Þegar breytingar eru gerðar á starfi samkvæmt 19. gr. ber starfsfólki að hlíta breytingum á starfi sínu og verksviði. Starfsfólk getur kosið að segja upp starfi innan mánaðar frá tilkynningu um breytingu. Verði breytingar á launakjörum og réttindum starfsfólks heldur það óbreyttum launum og réttindum út uppsagnarfrest eða skipunartíma eftir atvikum.
Hægt er að ganga frá breytingum á starfi með samningi í stað þess að beita 19. gr. starfsmannalaga, svo fremi sem aðilar eru sammála um þær.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.