Mannauðstorg ríkisins: Mönnun og skipulag
Mannaflaspá
Með framsetningu mannaflaspár geta stjórnendur metið hvers kyns þekkingu og mannauð þróa þarf innan stofnunar til lengri tíma. Mannaflaspá byggir á greiningu á hlutverki og markmiðum stofnunar, kröfum sem áætlað er að verði gerðar til stofnunarinnar í framtíðinni sem og hæfni og færni sem starfsfólk hennar þarf að búa yfir til að uppfylla þær.
Eftirfarandi spurningum er gjarnan velt upp við mótun mannaflaspár:
Hvernig er núverandi samsetning starfsmanna með tilliti til menntunar og hæfni?
Hvaða breytingar eru fyrirsjáanlega á næstu fimm árum í starfsmannahópnum?
Eru einhverjir starfsmenn á leið á eftirlaun?
Hvaða menntun, hæfni og reynsla hverfur með þeim?
Góð mannaflaspá gefur stofnun færi á að vera viðbúin breytingum í starfsmannahópnum og ráða til sín rétta starfsfólkið eða þjálfa núverandi starfsfólk svo það geti tekið að sér ný eða breytt verkefni.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.