Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Mönnun og skipulag

Óstaðbundin störf

Óstaðbundin störf eru ekki bundin við hefðbundnar starfsstöðvar stofnana heldur er hægt að sinna þeim hvar sem er á landinu. Markmiðið er að hækka hlutfall stöðugilda á vegum ríkisins á landsbyggðinni og styrkja þannig búsetu í byggðum landsins.

Mikilvægt er að ríkið stuðli að fjölgun fjölbreyttra starfa sem víðast um landið og með samskiptatækni er hægt að vinna fjölmörg störf hvar sem er án vandkvæða. Með því er stuðlað að auknu búsetufrelsi og fjölda hæfra umsækjenda um störf.

Minnt er á að ávalt skal ráða hæfasta umsækjanda í laust starf hverju sinni, hvort sem um staðbundin eða óstaðbundin störf er að ræða.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.