Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Viðverustefna

Viðverustefna stofnunar tekur mið af mannauðsstefnu og gildum stofnunar. Tilgangur og markmið viðverustefnu er meðal annars að:

  • Gera ríkið að eftirsóknarverðum vinnustað sem styður við samþættingu vinnu og einkalífs

  • Standa vörð um heilbrigði starfsfólks og stuðla að heilsusamlegu starfsumhverfi

  • Halda fjarvistum vegna veikinda í lágmarki með

    • fyrirbyggjandi aðgerðum

    • snemmbæru inngripi

    • því að stuðla að farsælli endurkomu starfsfólks til vinnu eftir langvarandi fjarvistir vegna veikinda eða slysa.

Í viðverustefnu kemur meðal annars fram:

  • Verklag um viðveru

  • Viðmið varðandi fjarvinnu

  • Tilhögun á tímaskráningu starfsfólks

  • Viðmið um sveigjanleika í starfi

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.