Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Uppgjör orlofs við starfslok

Við starfslok skal gera upp við starfsmann ótekið orlof sem og áunnið en ógjaldfallið orlof. Ekki er heimilt að bæta orlofi aftan við starfslok, enda búið að binda endi á ráðningarsamband starfsmanns og stofnunar.

Við orlofsuppgjör þarf að reikna út áunninn orlofsrétt í vinnuskyldustundum talið.

Vinnuskyldustundirnar eru umreiknaðar yfir í mánuði (meðalfjöldi vinnuskyldustunda í mánuði er 40 x 52 : 12 = 173,33) og sú tímaeining greidd á launum síðasta mánaðar í starfi, þ.e. almennt mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Tengt efni

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.