Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera
Slysatryggingar vegna örorku eða dauða
Um rétt til slysatrygginga vegna örorku starfsmanns eða dauða fer eftir því sem segir í kjarasamningi eða úrskurðum Kjararáðs.
Í kjarasamningum er oftast nær kveðið á um tryggingar í 7. kafla. Þar er yfirleitt vísað til sérstakra reglna fjármála- og efnahagsráðherra að því er varðar skilmála slysatrygginga, þ.e. annars vegar vegna slysa í starfi og hins vegar vegna slysa utan starfs (í frítíma). Samkvæmt þeim er varanleg örorka eða dauði vegna slyss tryggð en með mismunandi hætti eftir því hvort starfsmaður verður fyrir slysi í starfi eða utan starfs.
Reglur nr. 30/1990, vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi.
Reglur nr. 31/1990, vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs (frítíma).
Ofangreindar reglur taka til flestra hópa ríkisstarfsmanna með þeim skilmálum sem þar er kveðið á um. Þær byggja á læknisfræðilegu mati og eru með fastar fjárhæðir sem breytast samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að fjárhagslegt tjón eða aldur og aflahæfi hins slasaða hefur ekki áhrif á bótafjárhæðir. Þannig myndu tveir starfsmenn, sem væru metnir með jafnmörg örorkustig, fá jafnháar bætur þótt örorkan gæti kostað annan þeirra starfið en hinn ekki.
Um forstöðumenn ríkisins og þá sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum, aðra en
þjóðkjörna fulltrúa, dómara og ráðherra gilda reglur nr. 490/2019 um starfskjör forstöðumanna.
Um stöku hópa gilda aðrar reglur, þ.e. þegar aðilar hafa samið á annan veg í kjarasamningi. Helstu dæmin um slíkt eru kjarasamningar ríkisins við bæjarstarfsmannafélög en þó ekki við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þá hefur ríkið samið við Landssamband lögreglumanna um annars konar tryggingu og tryggingaskilmála og eru sú trygging keypt hjá tryggingafélagi.
Slysatryggingar ríkisstarfsmanna eru að langstærstum hluta í eigin áhættu ríkissjóðs. Uppgjör bóta annast embætti ríkislögmanns.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.