Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Fjarvera vegna áfengismeðferðar og lýtaaðgerða

Fjarvera vegna áfengismeðferðar

Meginreglan er sú að starfsfólk ríkisins á ekki rétt á launum fari það í áfengismeðferð. Byggir sú regla á dómaframkvæmd þar sem áfengissýki er ekki talin falla undir sjúkdómshugtakið í vinnurétti. Því flokkast fjarvera vegna áfengismeðferðar ekki undir veikindi. Starfsfólk ríkisins sem þarf á áfengismeðferð að halda fær ýmist launað eða launalaust leyfi eða notar orlof sitt til áfengismeðferðar. Veiti forstöðumaður starfsmanni launað leyfi vegna áfengismeðferðar er það umfram samningsskyldu. Margar stofnanir hafa myndað eigin stefnu um úrræði fyrir starfsfólk sem á við áfengisvandamál að stríða.

Fjarvera vegna lýtaaðgerða

Lýtaaðgerðir teljast ekki sem sjúkdómur í vinnurétti og fjarvera vegna þeirra flokkast ekki undir veikindi.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.