Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Hlutaveikindi

Skert starf eða hlutaveikindi byggist á heimildarákvæði í kjarasamningi og getur því aðeins nýst starfsmanni ef forstöðumaður samþykkir það. Aðstæður á vinnustað geta þó verið þannig að slíku verði ekki við komið.

Heimildin er hugsuð til þess að starfsmaður sem verið hefur frá starfi vegna veikinda eða slyss fái aðlögunartíma þegar hann kemur aftur til starfa. Þannig geti hann tekið upp fullt starf að nýju í áföngum, til dæmis með því að vinna hálft starf fyrstu vikurnar. Heimildin skal aðeins notuð sem hluti af endurhæfingu og alltaf tímabundið.

Hafa þarf í huga við veitingu orlofs að starfsmaður getur ekki talist að hálfu veikur og að hálfu frískur í orlofi. Fari starfsmaður sem verið hefur í hlutaveikindum í frí telst það að fullu til orlofstöku nema læknir votti að starfsmaður geti ekki notið orlofs en þá telst fríið að fullu til veikinda.

Ákvæðið á ekki við ef starfsmaður er orðinn varanlega ófær um að gegna að fullu því starfshlutfalli er hann var ráðinn til, samanber 6. grein starfsmannalaganna. Slíkt hefur í för með sér lausn samkvæmt kafla 12.4 í kjarasamningi.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.