Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Launalaust leyfi

Starfsfólk getur óskað eftir launalausu leyfi af ýmsum ástæðum, bæði faglegum ástæðum sem persónulegum. Meta þarf óskir starfsfólks út frá verkefnum þeirra, þörf og möguleikum til að fá afleysingu í þeirra stað, starfsemi stofnunar, tímalengd leyfis og ýmsu öðru. Ákvörðun um launalaust leyfi er í höndum forstöðumanns stofnunar.  

Er skylt að veita launalaust leyfi frá störfum óski starfsmaður þess? 

Almennt er ekki skylt að verða við ósk starfsmanns um launalaust leyfi. Frá þessu kunna þó að vera undantekningar í kjarasamningi eða lögum, samanber eftirfarandi dæmi: 

  1. Komi starfsmaður úr öðru starfi án þess að hafa þar notið áunnins orlofs, þá á hann rétt á ólaunuðu orlofi í allt að 30 daga (oft gr. 4.6.4 í kjarasamningum).  

  2. Bjóðist starfsmanni tækifæri og/eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefni tengdu starfi hans kann hann að eiga rétt á launalausu leyfi, samanber ákvæði í kjarasamningi (oft gr. 10.2). Slíkt leyfi skal tekið í samráði við forstöðumann stofnunar. 

  3. Starfsmaður kann að eiga rétt á foreldraorlofi til að annast barn sitt samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof. 

  4. Hafi starfsmaður verið kjörinn á þing á hann rétt á launalausu leyfi í allt að fimm ár, samanber 4. gr. laga um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. 

  5. Hafi starfsmaður fengið starf hjá samnorrænni stofnun, skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda eða stjórnarnefnd Norðurlandaráðs á hann rétt á launalausu leyfi til allt að átta ára samanber gr. 11 í lögum um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda.  

  6. Sérstakar reglur gilda um launalaus leyfi lögreglumanna samkvæmt gr. 10.2.2. í kjarasamningi þeirra. 

Mikilvægt er að ganga skriflega frá launlausu leyfi með skýrum dagsetningum þannig að ljóst sé hvað var ákveðið og að auðvelt sé að færa sönnur á það ef til ágreinings kemur.

Launakerfið Orri – Vinnustund.  Mikilvægt er að skrá launalaust leyfi starfsmanns. Launategund - Mánaðarlaun launalaust leyfi 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.