Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Óveður eða ófærð sem hamlar vinnusókn

Ástand getur skapast af ytri aðstæðum sem hvorki starfsmaður né vinnuveitandi ráða við (Force majeure), til dæmis vegna óveðurs eða ófærðar.

Undir slíkum kringumstæðum er bæði um að ræða starfsfólk sem kemst ekki til starfa og starfsfólk sem kemst ekki heim að afloknu starfi. Starfsfólk sem ekki kemst heim af afloknu starfi vegna fyrrgreindra aðstæðna getur þurft að bíða á vinnustað eða vinna áfram þar til einhver kemst til að leysa það af. Á þetta einkum við um vaktavinnuhópa og virkjast þá ákvæði b-liðar 13. gr. samnings um skipulag vinnutíma frá 23. janúar 1997.

Í öllum tilvikum ber starfsmanni að tilkynna strax um fjarveru sína og ástæðu hennar eins fljótt og unnt er.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.